Hótel Örk

Hótel bókanir fara fram á vefsíðu Hótel Arkar, með því að smella á hnappinn hér að neðan. Athugið þó að lesa yfir eftirfarandi leiðbeiningar:
Einn einstaklingur þarf að vera skráður fyrir herberginu, auka nöfn þarf að skrá í séróskir.

Hótelið skráir í kerfið hjá sér hvort að hver og einn greiði fyrir sig eða hvort einn aðili greiði fyrir allt. Það skal einnig taka fram í séróskum.

Ekki er hægt að bjóða upp á Suite eða Junior Suite sem þriggja manna herbergi á heimasíðunni en það stendur til boða. Ef óskað er eftir að nýta þessar herbergjagerðir sem þriggja manna, þarf það að koma fram í séróskum. Í þessum herbergjagerðum eru hjónarúm sem ekki er hægt að aðskilja.

Við slíkt bætist 6.000 kr. á nótt.

Athugið þegar síðan opnast er búið að velja frá fimmtudegi til sunnudags og fyrir 2 einstaklinga, hægt er að breyta bæði dagsetningu og fjölda að ofan.